Æðislegur glimmerkjóll. Efnið er viskósa blanda, svart í grunninn með metal gullþráðum. Ermalaus með mjóum spagettí hlýrum, sem krossa yfir bakið sem er opið niður í mitti. Aðsniðinn, vel síður með tveimur klaufum að framan. Fullkomin í lagskipt dress (t.d. kragapeysu undir), eða einn og sér með hælum. Fullkomið árshátíðar- eða nýjársdress. Kemur í stærðunum XS og L. Mjög teygjanlegt efni þannig að hann passar mörgum stærðum.