
Æðislegur kjóll úr smiðju Isabel Marant. Hann nær alveg upp í háls og ermarnar eru lausar og síðar og teknar saman með stroffi. Sniðið er laust en tekið saman í mittinu. Pilsið er einstaklega fallegt, með föllum fremst frá mitti og styttra að framan. Efnið er rauð og hvít mynstrað.
Eigum aðeins einn í stærð 38.
Athugið að leiguverð reiknast eftir völdum leigutíma.
Birt verð er algengasta leiguverðið fyrir helgarleigu (fim/fös-þri).