Algengar spurningar

Hvernig virkar leiguferlið?

Ekkert öðruvísi en að versla vöru á netinu - nema vörunni er skilað viku síðar! Þú vafrar um og velur þér vörur til þess að njóta, skoðar lausar dagsetningar og leggur inn pöntun með því að velja “Add to cart” og fara síðan í “checkout”. 

Þá færðu sendan tölvupóst með greiðsluupplýsingum. Flíkin er frátekin í sólarhring meðan þú gengur frá greiðslu.

Svo sækir þú flíkina í stúdíóið okkar kjallara á Kaffi Dal að Sundlaugarvegi 34 í Laugardalnum, nýtur þess að ganga í flíkinni og skilar aftur að leigutíma loknum.

Opnunartími SPJARA er:

  • Þriðjudagar 16:30-18:00
  • Fimmtudagar 16:30-18:00

 

Hvernig skila ég SPJARA flík?

Skila þarf flík ekki síðar en viku eftir að hún var sótt. Við tökum við flíkum á opnunartímum okkar á Kaffi Dal. 


Hvað gerist ef flíkin skemmtist? 

Óhöpp gerast! Saumspretta, blettur eða bilaður rennilás – við reddum því. Þess vegna mælum við eindregið með að notendur kaupi tryggingu á 1500kr sem dekkar minniháttar blettahreinsun og skemmdir – svo þú getir notið þess að ganga í flíkinni áhyggjulaus. 


Hvernig virkar tryggingargjaldið?    

Tryggingagjaldið dugar fyrir blettahreinsun á flíkum eða lagfæringum á minniháttar skemmdum ef til þess kemur. Tryggingagjaldið fæst ekki endurgreitt.

Við mælum eindregið með því að notendur velji að greiða tryggingagjaldið því að öðrum kosti ber notandinn alfarið ábyrgð á öllum kostnaði vegna viðgerða, bletta eða skemmda sem kunna að verða við notkun á flík. SPJARA áskilur sér rétt til að innheimta þann kostnað að fullu.


Hvað ef flíkin týnist?

Ef flík týnist, eyðilegst eða er stolin meðan hún er í vörslu notanda áskiljum við okkur rétt til þess að innheimta allt að heildarverðmæti vörunnar sem gefið er upp á vef SPJARA. 

 

Þarf ég að hreinsa flíkina áður en að ég skila henni?

Nei, þú þarft almennt ekki að hafa áhyggjur af því að sjá um þrif á flíkinni áður en þú skilar. Ef blettir koma í flíkina er best að bleyta blettinn strax varlega með ylvolgu vatni. Ekki skal nudda blettinn þar sem margar flíkur eru úr viðkvæmu efni og þurfa sérstaka meðhöndlun. Heyrðu svo í okkur og komdu flíkinni á okkur sem fyrst svo við getum séð um rest. 


Hvernig eru flíkur hreinsaðar á milli leiga?

Það er okkur hjartans mál að hreinlæti sé fullnægjandi en af umhverfisástæðum þarf einnig að gæta þess að eiga sem minnst við flíkurnar hverju sinni. Þess vegna gufuhreinsum við allar flíkur sem það þola en aðrar flíkur eru handþvegnar með mildum sápum. Gufuhreinsun drepur allt að 98% af bakteríum og eyðir lykt. Við setjum aðeins í hreinsun ef um erfiða bletti er að ræða. 


Hvað gerist ef ég skila flíkinni of seint?

Það sama og þegar þú skilar bók og seint á bókasafnið. Ef þú skilar flík til okkar of seint þá rukkum við daggjald sem nemur hlutfall af vikuleigunni á hvern dag. Sem dæmi má nefna að fyrir flík sem kostar 7.000 að leigja í viku er rukkað 1.000 kr á dag fyrir hvern dag sem er skilað of seint. Gott að hafa í huga að það eru fleiri sem bíða og gera þarf ráð fyrir tíma til að hreinsa hverja flík fyrir hverja notkun.

Ég hef áhyggjur af stærð, er hægt að máta? 

Við bjóðum uppá að máta hjá okkur á Kaffi Dal þegar flíkin er sótt og veitum aðstoð við að finna aðra flík. Ef hún passar ekki sem skyldi fæst leigugjald og tryggingagjald endurgreitt að fullu. 

Einnig má bóka tíma í mátun á opnunartíma - hafið samband við hello@spjara.is


Hvað stærðir eru þið með?

Við bjóðum upp á ýmsar stærðir og stefnum á að auka sífellt við úrvalið þannig að allir geti fundið eitthvað við hæfi. Hægt er að sjá stærðir í boði í textalýsingu fyrir hverja vöru og einnig er hægt að stilla leit eftir sérstökum stærðum. Við bjóðum upp á ýmislegar vörur í stærðum frá XS upp í XXL. 


Er hægt að leigja fleiri en eina flík í einu?

Algjörlega! Við erum með breitt úrval af fylgihlutum og yfirhöfnum sem er tilvalið að taka með.