Lokað á mánudögum í sumar frá og með 10.júní.

Leiguskilmálar

Almennt:

Viðskiptavinir eru hvattir til þess að lesa skilmála þessa vandlega áður en þeir leigja sér flík hjá SPJARA (Spjarasafnsins ehf.) www.spjara.is.

Um notkun vefsíðu, vefverslunar og leiguþjónustu SPJARA gilda skilmálar þessir. Skilmálar skýra meðal annars hvað gerist sé vöru skilað of seint, vara skemmist/týnist og hvað valfrjálst tryggingagjald nær utan um. Sjá einnig algengar spurningar.

Með því að leigja flík í verslunarrými eða í gegnum vefsíðu SPJARA samþykkir og viðurkennir viðskiptavinur að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma.

Leiguskilmálar:

Allar vörur á vef SPJARA eru ætlaðar til skammtímaleigu og miðast uppgefin verð á síðunni við algengasta leigutímann, helgarleigu. Vörurnar eru ekki til sölu og neytendur eignast ekki vörur SPJARA með viðskiptum sínum við félagið nema annað sé tekið skýrt fram.

Viðskiptavinur ákveður upphaf og lok leigutíma við pöntun og miðast uppgefin verð við að vara sé sótt og skilað á tilsettum tíma. Sé vöru skilað of seint áskilur SPJARA sér rétt til að innheimta dagsekt, sem nemur 2900 krónur á dag umfram tilsettan skiladag þangað til að vöru er skilað. Gott er að hafa í huga að margar flíkur eru að fara aftur í leigu til annarra viðskiptavina og þarf að gera ráð fyrir tíma til að yfirfara og hreinsa vöruna á milli útleiga. 

SPJARA ábyrgist að ástand vöru við upphaf útleigu sé eins gott og mögulegt, að því gefnu að flestar vörur eru notaðar og kunna að bera þess merki. Viðskiptavinur ber ábyrgð á meta og samþykkja ástand vörunnar við afhendingu.

Ábyrgð á leigðum vörum og áhætta færist yfir á viðskiptavin við afhendingu og helst þar til vörunni hefur verið skilað í hendur starfsmanns/ábyrgðarmanns SPJARA. Meðan á leigutíma stendur ber viðskiptavinur fulla ábyrgð á öllu tjóni sem vara kann að verða fyrir meðan hún er í vörslu hans og einnig ef vara týnist eða er stolið. Viðskiptavinur skal því fara öllu með gát við notkun vörunnar og er honum með öllu óheimilt að framleigja eða selja öðrum vörur SPJARA. 

Ef vara skemmist á þann hátt að hún er metin óleiguhæf, týnist eða er stolið meðan hún er í útleigu er SPJARA heimilt að innheimta áætlað endursöluverð vörunnar miðað við ástand hennar fyrir útleigu. Einnig er SPJARA heimilt að innheimta lægri fjárhæðir til að mæta kostnaði við viðgerðir á tjóni sem flík hefur orðið fyrir, hafi viðskiptavinur ekki greitt valfrjálst tryggingagjald.

Tryggingagjald

SPJARA býður viðskiptavinum sínum að greiða valfrjálst 1750 kr tryggingagjald við pöntum til að mæta kostnaði við minniháttar viðgerðir. Tryggingagjaldið fæst ekki endurgreitt.  

Við mælum eindregið með því að notendur velji að greiða tryggingagjaldið því að öðrum kosti ber leigjandinn alfarið ábyrgð á öllum kostnaði vegna viðgerða, bletta eða skemmda sem kunna að verða við notkun á flík, umfram það sem telst til eðlilegs slits vegna vegna notkunnar á flík, svo sem ef tala eða saumur losnar eða rennilás bilar. SPJARA áskilur sér rétt til að innheimta þann kostnað sem fellur til ef tjón hlýst á flík ef ekki hefur verið tekið tryggingagjald. 

Verð:

Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.

SPJARA áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Þetta á einnig við ef um villur í reiknireglum vefverslunar er að ræða.

Nákvæmni upplýsinga:

Reynt er eftir bestu getu að hafa réttar upplýsingar og vörumyndir í vefverslun. Upp geta komið tilvik þar sem um minniháttar hnökra getur verið að ræða. Að öðru leyti eru upplýsingar birtar með fyrirvara um innsláttarvillur eða minniháttar uppfærslutafir.

Breytingar á skilmálum og ágreiningur:

SPJARA áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum þessum án fyrirvara. Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.