Hvernig virkar SPJARA Bútík?

 

Fyrir seljandann er ferlið einfalt. Það þarf ekki að safna fullt af fötum til að ná í bás og t.d. hægt að koma með eina vöru. Enginn uppsetning eða markaðsstarf, við sjáum um allt það.

Fyrir kaupandann þá er það sama og þegar komið er á leiguna, hægt að treysta á fallegt úrval, sérvalið og ekkert grams. Hér getur þú séð úrvalið.

Ferlið

  1. Þú fyllir út formið eða mætir til okkar með vörur sem þú hefur áhuga á að selja
  2. Við metum hvort að þær passi í SPJARA - Bútík og verðleggjum í samráði við þig, tökum myndir og markaðssetjum.
  3. Vörurnar eru hjá okkur í 6 vikur í sölu
  4. Eftir þann tíma þá sækið þið vörur sem ekki seldust
  5. Þú færð greidda 60% söluþóknun fyrir hverja selda vöru í lok sölutímabils og getur valið um:
    1. Að fá inneign sem þú getur notað til að leigja eða kaupa
    2. Að fá greitt með millifærslu inn á reikning

Hvernig vörur?

Við veljum inn vörur sem samræmast kröfum okkar um ástand, stíl og gæði svo þeir sem versla í SPJARA Bútík geti gengið að góðu, sérvöldu úrvali sem vísu.

Við veljum líka inn eftir árstíðum og einblínum á: 

Kápur, jakka, peysur, buxur, klúta og skó.

Merki sem hægt er að hafa til hliðsjónar en er alls ekki tæmandi listi : 

ACNE, Anine Bing, GANNI, Isabel Marant, FilippaK, Gestuz, Opera Sport, Sport Max, Malene Birger, MAX MARA, Sport Max, Isabel Marant, Frankie Shop, Nanuskha, Stella McCartney TOTEME.