Leiguferlið

Hvernig virkar leiguferlið?

Ekkert öðruvísi en að versla vöru á netinu - nema vörunni er skilað aftur eftir að hafa notið hennar!

Þú vafrar um og velur þér vörur til þess að njóta, skoðar lausar dagsetningar og leggur inn pöntun með því að velja “Add to cart” og fara síðan í “checkout”. Ef þú vilt getur þú bætt við 1500kr tryggingargjaldi sem dekkar minniháttar skemmdir og bletti.

Þá færðu sendan tölvupóst með greiðsluupplýsingum og getur greitt með millifærslu eða KASS. Flíkin er frátekin í sólarhring meðan þú gengur frá greiðslu.

Svo sækir þú flíkina í stúdíóið okkar kjallara á Kaffi Dal að Sundlaugarvegi 35 í Laugardalnum, nýtur þess að ganga í henni og skilar aftur að leigutíma loknum. Við sjáum um þrif og allt vesenið!

Opnunartími SPJARA er:

  • Þriðjudagar 16:30-18:00
  • Fimmtudagar 16:30-18:00
  • Föstudagar 12:00-16:00

En ef mig langar fyrst að máta?

Þú ert velkomin að koma og máta á opnunartíma og við getum aðstoðað þig að finna flík sem passar.