Lokað á mánudögum í sumar frá og með 10.júní.

Ertu að selja?

Við erum alltaf að leita eftir leiðum til að bæta við nýjum og fallegum flíkum á lagerinn okkar á sjálfbæran hátt. Ert þú með flík sem þú vilt losa þig við og gæti átt heima í hringrás SPJARA?

Við erum aðallega að leita að kjólum, toppum og jökkum sem henta til útleigu en opnar fyrir að skoða allskonar. Dæmi um þau merki sem við leitum að (alls ekki tæmandi listi): ACNE, Alexander McQueen, Baum und Pferdgarten, Rotate, Filippa K, GANNI, Isabel Marant, STINE GOYA, Stella McCartney, Rodebjer, og svo framvegis. 

Við gerum kröfur um að flíkin sé í mjög góðu/fullkomnu ástandi. 

Þú getur valið um að fá greitt í formi leigu eða greiðslu. Flíkin verður þá í eigu SPJARA, fer í útleigu og fleiri geta notið.

Umboðssala - SPJARA Bútík 

Við erum einnig með umboðssölu fyrir vandaða merkjavöru. 

Við viljum velja vörur inn eftir árstíðum og einblínum á: Kápur, jakka peysur, buxur, klúta og skó sem passa vetrinum vel. 

Þú getur valið um að fá greitt í formi leigu eða greiðslu fyrir þær vörur sem seljast.

Lestu meira um hvernig umboðssalan virkar hér.  

Endilega fyllið út formið hér að neðan eða sendið beint tölvupóst á: hello@spjara.is