Svartur sparikjóll frá Rodebjer. Toppstykkið er úr teygjanlegu jersey með axlapúðum, hálsmálið er rúnað og ermarnar þröngar og síðar. Kjóllinn er aðsniðinn og pilsið úr léttu efni sem fellur fallega niður á miðja kálfa. Á maganum, þar sem efnin mætast, er gat og svört bönd hanga þaðan niður.
Kemur í stærðinni S.
Athugið að leiguverð reiknast eftir völdum leigutíma.
Birt verð er algengasta leiguverðið fyrir helgarleigu (fim/fös-mán).