Ertu að selja?

Við erum alltaf að leita eftir leiðum til að bæta við nýjum og fallegum flíkum á lagerinn okkar á sjálfbæran hátt. Ert þú með flík sem þú vilt losa þig við og gæti átt heima í hringrás SPJARA?

Við erum aðallega að leita að kjólum, toppum og jökkum en opnar fyrir að skoða allskonar. Dæmi um þau merki sem við leitum að (alls ekki tæmandi listi): ACNE, Alexander McQueen, Baum und Pferdgarten, Rotate, Filippa K, GANNI, Isabel Marant, STINE GOYA, Stella McCartney, Rodebjer, og svo framvegis. 

Við gerum kröfur um að flíkin sé í mjög góðu/fullkomnu ástandi. 

Þú getur valið um að fá greitt í formi leigu eða greiðslu. Flíkin verður þá í eigu SPJARA, fer í útleigu og fleiri geta notið.

Endilega fyllið út formið hér að neðan eða sendið beint tölvupóst á: collection@spjara.is


Upplýsingar sem þurfa að koma fram: 

  1. Hverskonar flík og lýsing.
  2. Merki
  3. Stærð
  4. Efni ekki nauðsynlegt /mynd að þvottamiðanum
  5. Mynd af flíkinni 
  6. Hugmynd um verð