Leiguferlið

Hvernig virkar leiguferlið?

Í örstuttu máli velur þú þér dress, bókar, sækir á Hallgerðargötu 19-23, nýtur þín og skilar að leigutíma loknum. Við sjáum um þrif og allt vesenið!

Að bóka

Það eru tvær leiðir til að bóka flík til útleigu

1. Stafræn bókun í vefverslun

Skoðar úrvalið á vefsíðunni og velur þér vöru til að njóta með því að bæta vörunni í körfuna. Þá poppar upp gluggi þar sem þú velur dagsetningu fyrir hvenær þú vilt sækja og skila. Þar getur þú líka séð hvenær varan er laus (merkt græn). Þú líkur svo við pöntun með því að fara í “ checkout“ neðst í hægra horninu. Þar getur þú líka hakað við hvort að þú viljir taka tryggingagjald upp á 1750 krónur, það er valfrjálst en við mælum með að taka það.

Ath - að ekki er hægt að ljúka við greiðslu í check out heldur færð þú sendan tölvupóst með greiðsluupplýsingum og getur þá greitt með millifærslu eða KASS til að taka frá flíkina.

2. Í persónu í verslun SPJARA

Það er alltaf velkomið að kíkja við á opnunartíma SPJARA (sjá neðar) og máta og skoða eins og þú vilt. Það þarf ekki að bóka tíma í mátun. Við getum aðstoðað þig við að velja dress sem er laust á þeim dögum sem þú vilt leigja og græjað bókun og greitt á staðnum

Það er bæði hægt að panta fram í tímann eða droppa inn með stuttum fyrirvara og sjá hvað er laust. Ef þú ert með ákveðna flík í huga mælum við þó með að taka hana frá því hún gæti annars verið í útleigu.

Opnunartími SPJARA er:

  • Mánudaga 12:00 - 17:00
  • Þriðjudaga 12:00 - 17:00
  • Fimmtudaga 12:00 - 17:00
  • Föstudagar 12:00 - 16:00