Umhverfisstefna
SPJARA er sprottin af hugsjón um að geta notið tísku án þess að auka á mengunarvandann sem iðnaðurinn veldur. Tíska er tjáningarform sem við notum til að líða vel, auka sjálfstraustið og skapa ímynd okkar - hún á að efla okkur en ekki valda skaða!
Sannleikurinn er hins vegar sá að engin fatakaup eru 100% vistvæn. Það besta fyrir umhverfið er að klæðast flík sem hangir nú þegar í fataskápnum þínum - en SPJARA stefnir á að vera aðgengilegur, spennandi og umhverfisvænn kostur fyrir þau tilefni þegar þig langar að klæða þig upp og prófa eitthvað "nýtt"!
SPJARA er drifin áfram af sýn þar sem hraðtíska heyrir sögunni til. Við trúum að hringrásarlausnir geti spilað stóran þátt í að gera tísku framtíðarinnar bæði sjálfbærari og skemmtilegri.
Fataleiga er dæmi um hringrásarlausn en er aðeins umhverfisvæn ef hún er rekin með umhverfissjónarmið í fyrirrúmi og með markvissum aðgerðum:
- Við drögum úr þörfinni til að kaupa nýtt með því að bjóða upp á föt til útleigu frekar en eigu.
- Við lengjum líftíma fatnaðar með því að bjóða fleirum en eigandanum að njóta hans. Við vöndum meðferð og vörslu á fatnaði og gerum við skemmdir.
- Við veljum föt til útleigu sem er annað hvort "second hand" eða "dead stock" frekar en að kaupa inn ný föt
- Við gufuhreinsum eða handþvoum flíkur með mildum sápum til þess að tryggja fullnægjandi hreinsun sem veldur sem minnstu hnjaski - sem þýðir lengri líftími fyrir flík og minna örplast sem losnar við þvott.
- Við notum endurnotanlegar umbúðir sem saumaðar eru úr efnisafgöngum
- Við felum ekki sannleikann og sofnum ekki á verðinum: við stefnum sífellt að því að finna leiðir til að hafa jákvæð umhverfisleg áhrif